Ilmkerti í stílhreinu glerglasi, sem er upplagt að endurnýta.
Glasinu er pakkað í vandaðar umbúðir. Ljósmynd af brimi við Húnaflóa prýðir umbúðirnar.
Ljósmyndina tók Róbert Daníel Jónsson.
Af kertinu er frískandi ilmur, sem er fullur af orku, líkt og brimið sem leikur sér við grýtta strönd við ysta sæ. Hér mynda sérvaldar jurtir, svo sem rósmarín og einir, að viðbættri ferskri sítrónuangan, einstaka upplifun.
Kertið er framleitt úr soyavaxi af handverksfólki, sem hefur vandvirkni og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Eingöngu eru notuð náttúruleg og endingargóð ilmefni og engin litarefni eða paraben eru notuð til íblöndunar.
Brennslutími er allt að 40 klukkustundir.
Einnig fáanlegt í minni stærð.
Farið varlega þegar kertið er brennt. Frekari aðvörunarupplýsingar er að finna á umbúðum kertisins.