Rökkurró

Verð : 4.800 kr

Lagerstaða : Til á lager


Vandað ilmkerti í rauðbleiku glerglasi, tveir kveikir. Glasinu er pakkað í stílhreinar dökkar gjafaumbúðir (fleiri myndir væntanlegar).
Fersk berjaangan með snert af engifer. Notalegur ilmur á aðventunni og árið um kring.
Þegar kveikt er á þessu kerti varpar það litum sem minna á ljósaskiptin í nóvemberrökkrinu og aðdraganda jóla.
 
Kertið er framleitt úr soyavaxi af handverksfólki, sem hefur vandvirkni og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Eingöngu eru notuð náttúruleg og endingargóð ilmefni og engin litarefni eða paraben eru notuð til íblöndunar.
 
Brennslutími er allt að 45 klukkustundir.
 
Farið varlega þegar kertið er brennt. Frekari aðvörunarupplýsingar er að finna á umbúðum kertisins.