Velkomin í vefverslunina Tundru

 

Tundra selur fjölbreyttar gjafavörur á góðu verði. Megináherslan er á ýmis konar vefnaðarvörur fyrir heimilið, en einnig bjóðum við upp á ýmsa nytjahluti og skrautmuni. Sumar varanna eru sérframleiddar fyrir Tundru undir eigin vörumerki (Tundra), en einnig bjóðum við mikið af vörum frá systurvörumerki okkar (Lagður), sem og vörur frá öðrum framleiðendum. Mikill meirihluti varanna sem eru til sölu eru byggður á íslenskri hönnun, en einnig eru í boði sérvaldar vörur frá erlendum birgjum. 

 

Eigendur Tundru eru hjónin Elín Aradóttir og Ingvar Björnsson. Þau eru búsett á bænum Hólabaki í Austur Húnavatnssýslu. Þar reka þau einnig kúabú og gjafavöruverslun. Þema Tundru er norðlægt og náttúrutengt og eru margar varanna innblásnar af íslenskri náttúru og lífi og starfi  í sveitinni.

 

Með því að beina viðskiptum þínum til Tundru styður þú við fjölskyldufyrirtæki í íslenskri sveit.

 

Takk fyrir innlitið 

Elín & Ingvar