Í lagerhúsnæði okkar að Hólabaki í Austur Húnavatnssýslu rekum við verslun, þar sem hægt er að skoða og kaupa allar þær vörur sem í boði eru í Tundru. Þar eru einnig haldnir markaðir/viðburðir nokkrum sinnum á ári. Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1, í hjarta Húnaþings, um 22 km. vestan Blönduóss.
Við tökum glöð á móti hópum og getum boðið upp á stutta kynningu á starfsemi ogkkar og lífi og starfi á bænum ef þess er óskað. Hver veit nema kaffisopi og stórkostlegt útsýni fylgi með í kaupbæti.
Enn sem komið er erum við ekki með fastan opnunartíma, heldur er opið ef þess er óskað. Við erum oftast heima, en best þykir okkur ef menn gera boð á undan sér.
Frekari upplýsingar um útfærslu hópheimsókna og bókanir má nálgast í síma 8930103, eða með tölvupósti (info@tundra.is).