Morgundögg - stórt

Verð : 3.900 kr

Vörunúmer : 8005

Lagerstaða : Til á lager


Það er svalur sumarmorgunn. Loftið er tandurhreint að lokinni rigningarnótt og það má heyra grasið vaxa. Fyrir vitin leggur ljúfa gróðurangan og ferskan ilm af nýjum degi.

 

Ilmkerti í stílhreinu glerglasi, sem er upplagt að endurnýta.

Glasinu er pakkað í vandaðar umbúðir. Ljósmynd af íslensku döggvotu grasi prýðir umbúðirnar.

 

Kertið er framleitt úr soyavaxi af handverksfólki, sem hefur vandvirkni og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Eingöngu eru notuð náttúruleg og endingargóð ilmefni og engin litarefni eða paraben eru notuð til íblöndunar.

 

Brennslutími er allt að 40 klukkustundir.

Einnig fáanlegt í minni stærð.

 

Farið varlega þegar kertið er brennt. Frekari aðvörunarupplýsingar er að finna á umbúðum kertisins.